Fyrsta færslan

Hæ hó allir þarna úti. 

Þá ætla ég enn og aftur að byrja að blogga. Mér finnst þetta nú pínu skemmtilegt. Hef nú aldrei fengið neina sérstaka viðurkenningu eða hrós fyrir að vera góður penni... en þarf maður að vera það, sem sagt góður penni til að einhver nenni að lesa? Ég er ekki viss. Ég er allavega nokkuð viss um að mín frábæra fjölskylda mun kíkja hingað inn endrum og eins. Þó ekki sé nema bara til að forvitnast. 

Jæja ég fékk sem sagt þá hugdettu áðan að það væri góð hugmynd að byrja að blogga (aftur) og í þetta sinn til að setja inn uppskriftir sem ég vil eiga á vísum stað, af mat sem mér finnst góður.

Þegar ég fæ hugmyndir þá vil ég oftast framkvæma þær strax (eða í gær) þannig að hér er ég. Nú fyrst að ég er að þessu þá get ég nú alveg, svona í leiðinni, æft mig á íslenskunni og skrifað eitthvað meira en uppskriftir ef það er eitthvað sem mér liggur á hjarta. Ég veit að Hlöðver bróðir verður sáttur. Hann nefnilega sagði mér einu sinni að hann saknar jólakortapistlanna sem hann var vanur að fá hérna einu sinni með jólakortunum. En það var í tíð jólakortanna. Meðan það var gerlegt að bæði senda jólakort og eiga fyrir jólagjöfum. En það er nú önnur saga. 

Jæja Þetta var nú ágætis byrjun. 

Ætlaði nú bara að byrja á að skella inn uppskriftinni af "wannabe kartöflusalatinu" sem ég var að prófa. En það er efni í aðra færslu. 

Takk að sinni. 

Knús og kreist 

Sólrún Dögg


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband