Færsluflokkur: Matur og drykkur

Ommeletta með heitreyktum urriða

IMG_5921

 IMG_5928

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Veðrið er búið að vera svo gott og í gær var aðeins of heitt. Í dag er þó kaldari. Svalur vindur sem kælir og frískar. Mjög gott. 

Þegar það er heitt úti er voða gott að fá sér léttari útgáfu af feitum mat. "Er það nú hægt?" er kannski einhver sem spyr sig. En já ég myndi segja það. 

Eftir að við byrjuðum á lchf, er Anders, maðurinn minn farinn að taka virkari þátt í eldamennskunni á heimilinu. Honum finnst það meira að segja bara skemmtilegt. 

Síðasta sunnudag gerði hann dýrindis hádegismat handa okkur sem var léttur og innihélt allt það sem við þurfum til að verða södd og ánægð sálarlega og líkamlega.

Nú áttum við heitreyktan urriða til í ísskápnum, en ég myndi segja að allur áleggsfiskur henti vel. Það getur td. verið: reykt lúða, reyktur/grafinn laks,fersk/niðursoðin hrogn skorin í bita/sneiðar, reyktur urriði, túnfiskur, rækjur...

Næst þegar við fáum okkur eggjaköku langar mig að setja ristuð fræ yfir. Það er svo gott að hafa þetta salta og stökka með. Svo eru þau bara svo góð fyrir td. meltinguna. 

 

Ommeletta með heitreyktum urriða 

Fyrir 2

góð msk smjör til að steikja upp úr

4 egg

1 stór mozzarella eða annar góður feitur ostur

100-200g heitreyktur urriði

1 stór tómatur eða nokkrir cherry tomatar

1/2 gúrka

stór handfylli fersk steinselja

mæjónes eða   50/50 mæjónes/feitur sýrður rjómi

sítróna

timían og salt og pipar

(Fræ, td. sólblómafræ eða graskersfræ og/eða sesamfræ og smá ólífuolíu og salt)

 

  • Skerðu mozzarella ostinn í sneiðar og tómat og gúrku í bita.
  • Hitaðu pönnu með smjöri.
  • Sláðu eggin út í skál og pískaðu aðeins. Ef þú vilt, er mjög gott að setja smá rjómaslettu út í. Settu svo kannski klípu af salti og pipar í.
  • Þegar pannan er heit, helltu þá eggjahrærunni í. Þú getur annað hvort sett lokið á og leyft kökunni að bakast sjálf eða ef þú ert handlaginn, vippað kökunni til að baka hina hliðina. Mundu bara að hafa lægri hita (en af þú snýrð henni við)ef hún verður undir loki, svo hún brenni ekki.
  • Settu ostinn ofan á og leyfðu að bráðna. Kryddaðu með timían. Skelltu svo fiskinum, tómötunum og steinseljunni á. Kryddaðu með salti og pipar og hugsanlega meira timían. 
  • Hrærðu saman mæjónesi og feitum sýrðum rjóma. Þú getur svo kreist sítrónu í sósuna eða yfir eggjakökuna. Saltaðu og pipraðu ef þarf. 
  • Ef þú vilt: hitaðu pönnu með ögn af ólífuolíu. Hafðu (frekar) háan hita. Settu fræin á pönnuna og dass af salti. Ristaðu fræin og mundu að hræra í þeim svo þau brenni ekki. Kældu og dreyfðu svo yfir matinn.

Ommeletta


Wannabe kartöflusalat

 

            FullSizeRender (1)Nú er sumarið komið og grillið er oftast notað mörgum sinnum í viku þessa dagana. Þegar ég grilla langar mig stundum í djúsí kartöflusalat. Vandinn er bara sá að þegar maður borðar helst bara lágkolvetna þá er ekki sniðugt að gúffa í sig fullt af kartöflum. 

Hvað gera bændur þá?

Ég rakst á uppskrift að blómkálssalati um daginn og er búin að vera að bíða (eftir sjálfri mér) eftir að fá að smakka. 

Þessi uppskrift sem ég fann leit bara svo vel út. 

Í gær lét ég svo verða af því. Fann reyndar ekki uppskriftina í símanum, sem ég hafði geymt í opnum glugga endalaust, og varð því að finna nýja. 

Þessi hérna uppskrift er pínu öðruvísi en þetta týpíska kartöflusalat en engu að síður er hún svakalega góð. 

Ég fann hana á þessari síðu:  juliepaabloggen.wordpress.com

Við borðuðum salatið í gær með grilluðum ostborgara. Mmmm ég vildi að ég gæti leyft ykkur að smakka hamborgarana sem maðurinn minn grillar. Þeir eru af öðrum heimi. Grillbragðið og uhhmm..      tongue-out

 

Wannabe kartöflusalat / eða bara Blómkálssalat

Fyrir ca 4

1,5 dl feitur sýrður rjómi eða feit grísk jógúrt

3 msk mæjónes (mér finnst Hellmanns best)

1/2 tsk salt og nýmalaður pipar

1 tsk Dijon sinnep

1 blómkál

1/2 gúrka

2 vorlaukar

100g frosnar eða ferskar ertur

 

  • Skerðu eða brjóttu blómkálsblómin af stilknum og hafðu ekki stykkin of stór. 
  • Settu blómkálið í léttsaltað sjóðandi vatn í ca 3-5 mínútur. Ef þú notar frosnar ertur settu þær þá með síðustu mínútuna. 
  • Sigtaðu og kældu svo blómkál og ertur í köldu (rennandi) vatni. Láttu svo vatnið renna vel af. 
  • Skerðu laukana (líka þetta græna) fínt og skerðu gúrkuna í litla bita. 
  • Blandaðu saman sýrða rjómanum, mæjó og sinnepinu og smakkaðu til með salti og pipar. 
  • Allt hrærist saman.
  • Salatið má borða strax en það er ennþá betra ef það fær að bíða.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband