Sólrún Dögg Guðmundsdóttir Vraa

 


 


Ef ég á að segja aðeins frá sjálfri mér, já... þá...


Ég er fædd árið 1975 í Árbænum og gekk í Árbæjarskóla. 


Ég hef aldrei getað ákveðið mig hvað mig langar að verða þegar ég verð stór.


En ég byrjaði á að fara í Iðnskólann að læra hárgreiðslu. Ekki gat ég haldið áhuganum þar og ákvað að fara í Skógarskóla (á Skógum). Þar var ég einn vetur.


Svo fer ég sem aupair til Bandaríkjanna í eitt ár og þegar ég kem heim fer ég að vinna og svo í Viðskipta- og tölvuskólann. Eftir það vinn ég við hin ýmsu störf, gifti mig og eignast þrjú börn. 


Svo flytjumst við búferlum til Danmerkur til að stunda nám. Ég vissi auðvitað ekkert hvað ég vildi en var viss um að það kæmi nú bara í ljós. 


Ég á þáverandi maður skiljum svo eftir árs veru í Danmörku. Ég fer í tækniteiknaranám og kynnist á mínum yndislega Anders. Ég klára námið og við kaupum hús í Kaupmannahöfn, giftumst og eignums saman litlu prinsessuna okkar. 


Næst yngsta barnið mitt hefur fengið greininguna "Asperger". Sú greining er víst ekki til lengur skilst mér, því nú kallast það bara mild/væg einhverfa.


Þegar við fáum þetta að vita, skiljum við mikið betur hvað er að gerast hjá drengnum okkar. Við gerum okkur líka grein fyrir og fáum staðfest að hann þarf miklu meiri hjálp og athygli en flest önnur börn. Við vissum það reyndar alveg fyrir en það er gott að vita af hverju barnið hagar sér ´öðruvísi' og að hann er ekki bara illa upp alinn.


Tíminn sem fór í að þurfa að sækja drenginn fyrr og sinna honum, hafði bitnað á vinnunni hjá okkur báðum og einnig á honum sjálfum því maður getur vist ekki verið á tveimur stöðum á sama tíma og stress stuðullinn var óþarflega hár. 


Við ákváðum að ég yrði heimavinnandi húsmóðir og passa börnin og húsið. Við erum heppin að geta þetta. Ég geri mér grein fyrir að þetta er ekki á færi allra. Þess vegna, og sérstaklega á erfiðu dögunum, þakka ég guði fyrir að mega og geta verið heima og einbeitt mér að því sem er mikilvægast: börnunum.


Þetta þýðir auðvitað að við erum sifellt blönk. En ég kvarta ekki. Við eigum fyrir því sem við þurfum á að halda og geðheilsan er í lagi. 


Hver veit svo hvað ég tek mér fyrir hendur þegar fallegi drengurinn minn þarf ekki lengur á mér að halda. 


Kannski fer ég aftur í nám.... ég veit það barasta ekki....

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Sólrún Dögg Guðmundsdóttir Vraa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband